Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2005
Já - ég stend upp við alla hluti :) Aðeins að fá að koma við ;)

smá myndasería

Viktor nýkominn úr baði
Fannar með Pampas Marina í bakgrunninum. Þar býr fólk í bátum allt árið. Fengum okkur göngutúr þar og skoðuðum "húsbátana" sem voru misflottir :)
Fannar keppti á fótboltamóti fyrir tveimur vikum síðan. Hann kom heim með gullpening... voðalega stoltur auðvitað :)
Nonni með Viktor
Guðlaug og Svenni í góðum gír :)
Viktor að klifra upp á efri hæð..... orðinn mjööög hættulegur í stiganum!! Fannar sýnir listir sínar í stiganum líka :)
Það er sko fullt búið að gerast hjá okkur síðan síðast. Nonni er búinn að koma í heimsókn og Guðlaug og Svenni líka. Nonni stoppaði nú reyndar bara yfir einn dag en það var samt frábært að fá hann í heimsókn. Hann tók massa af myndum af drengjunum, borðaði kvöldmat með okkur og fór svo með kvöldvél til Íslands. Guðlaug og Svenni voru hjá okkur frá föstudagskvöldi og fram á miðvikudagsmorgun. Alveg frábært. Fórum nokkrar ferðir í bæinn, fórum líka í Farsta Centrum og svo fylgdust þau með Fannari á fótboltaæfingu. Guðlaug er nú búin að skrifa nákvæmari ferðalýsingu á blogginu sínu - kíkið bara þangað . Fannar byrjaði í sundskóla á fimmtudaginn síðasta. Hann var ekkert stressaður að fara... hlakkaði bara til og var voða spenntur. Hann hefur aldrei verið vitund vatnshræddur og fannst okkur nú tími til kominn að hann læri að synda. Núna telur hann niður dagana bæði fyrir fótboltaæfingar og sundskólann - gaman að þessu :) Nú erum við loksins búin að fá að vita að Helgi fær frí yfri...
Viktor stendur við stofuborðið. Þetta gerir hann leikandi létt og reynir auðvitað að rífa í hluti sem eru nálægt honum :) Getur orðið sleppt annarri hendinni á meðan hann stendur. Gæinn drakk úr pela í gær en það er í fyrsta skipti í 6 mánuði sem hann er til í það. Það var vinberjasafi í pelanum og fannst honum það ekkert smá gott. Þetta eru alla vega góðar fréttir fyrir mig. Ef hann tekur pelann í sátt kemst ég kannski aðeins frá á kvöldin.... get kannski byrjað að djamma aðeins hehe ;)
Enn ein helgin framundan. Búið að bjóða okkur heim til Katrínar og Stefan að horfa á fótbolta á morgun. Þar verður víst eitthvað samsafn af fótboltaáhugamönnum og konum. Ég er nú ekki fræg fyrir að vera mikill aðdáandi fótbolta og veit ég ekki meira en að það er Svíþjóð sem er að keppa! Ég geri nú samt ráð fyrir að mæta með fjölskyldunni minni og reyna að sýna þessu nokkurn áhuga ;) Litli snáðinn á heimilinu á sér nýjan uppáhaldsleik. Hann reynir að standa upp við alla hluti..... og er hann reyndar orðinn ansi klár við þá athöfn enda búinn að æfa sig stanslaust núna í 2-3 vikur. Þessu fylgir marblettir víðsvegar um líkamann og þá helst á höfðinu. Svo er kannski gaman að nefna það að hann er orðinn 8500 gr. og 72 cm. Stór strákur :) Góða helgi