Það er sko fullt búið að gerast hjá okkur síðan síðast. Nonni er búinn að koma í heimsókn og Guðlaug og Svenni líka. Nonni stoppaði nú reyndar bara yfir einn dag en það var samt frábært að fá hann í heimsókn. Hann tók massa af myndum af drengjunum, borðaði kvöldmat með okkur og fór svo með kvöldvél til Íslands. Guðlaug og Svenni voru hjá okkur frá föstudagskvöldi og fram á miðvikudagsmorgun. Alveg frábært. Fórum nokkrar ferðir í bæinn, fórum líka í Farsta Centrum og svo fylgdust þau með Fannari á fótboltaæfingu. Guðlaug er nú búin að skrifa nákvæmari ferðalýsingu á blogginu sínu - kíkið bara þangað . Fannar byrjaði í sundskóla á fimmtudaginn síðasta. Hann var ekkert stressaður að fara... hlakkaði bara til og var voða spenntur. Hann hefur aldrei verið vitund vatnshræddur og fannst okkur nú tími til kominn að hann læri að synda. Núna telur hann niður dagana bæði fyrir fótboltaæfingar og sundskólann - gaman að þessu :) Nú erum við loksins búin að fá að vita að Helgi fær frí yfri...