Dagurinn byrjaði ansi snemma hjá okkur í dag. Rétt fyrir hálf sjö í morgun vöknuðum við við furðulegan hávaða. Okkur leið eins og við værum stödd í miðjum þætti af Lost. Drunur sem hljómuðu um allt húsið.... eins og verið væri að berja steini í málmplötu. Mér fannst eins og hljóðið kæmu úr arninum en það heyrðist líka ansi vel á jarðhæðinni. Eftir að Helgi var búinn að ganga um allt húsið án þess að finna neitt, fór hann út og fann þar upptökin. Það var spæta að gogga í loftnetið hjá okkur...... hahaha. Við erum með olíupönnu á jarðhæðinni og gengur strompurinn upp gegnum húsið og er loftnetið einmitt þar við..... útskýrir því lætin í öllu húsinu :) Helgi náði að fæla spætuna í burtu með því að sprauta vatni á hana. Hún kom svo aftur tvisvar sinnum og fékk alltaf væna vatnsgusu á sig í kjölfarið.... held hún sé búin að gefast upp núna :) Guðlaug og Svenni voru hjá okkur alla páskana.... alveg æðislega gaman. Við elduðum íslenskt lambalæri á páskadag og svo vorum við líka búin að útvega...