Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2006

nýjustu myndir af Viktori

Lítill sjarmör :) Viktor með morgunkorn í bolla.... þykir það einstaklega gott Stór og flottur strákur :)

glætan spætan

Dagurinn byrjaði ansi snemma hjá okkur í dag. Rétt fyrir hálf sjö í morgun vöknuðum við við furðulegan hávaða. Okkur leið eins og við værum stödd í miðjum þætti af Lost. Drunur sem hljómuðu um allt húsið.... eins og verið væri að berja steini í málmplötu. Mér fannst eins og hljóðið kæmu úr arninum en það heyrðist líka ansi vel á jarðhæðinni. Eftir að Helgi var búinn að ganga um allt húsið án þess að finna neitt, fór hann út og fann þar upptökin. Það var spæta að gogga í loftnetið hjá okkur...... hahaha. Við erum með olíupönnu á jarðhæðinni og gengur strompurinn upp gegnum húsið og er loftnetið einmitt þar við..... útskýrir því lætin í öllu húsinu :) Helgi náði að fæla spætuna í burtu með því að sprauta vatni á hana. Hún kom svo aftur tvisvar sinnum og fékk alltaf væna vatnsgusu á sig í kjölfarið.... held hún sé búin að gefast upp núna :) Guðlaug og Svenni voru hjá okkur alla páskana.... alveg æðislega gaman. Við elduðum íslenskt lambalæri á páskadag og svo vorum við líka búin að útvega...
Fannar "trölli" var í aðalhlutverki í smá söngleikriti í skólanum. Var rosa flottur og stóð sig mjög vel. Fannar og Jon að snæða eftir leiksýninguna. Viktor að sóla sig á pallinum :) Pallurinn - gengið út um eldhúsið. Hinn helmingurinn af pallinum.

sól sól skín á mig

Úff. Búin að vera án internets í heilan mánuð! Það tók mig nánast allt kvöldið að fara í gegnum tölvupóstinn minn.... var komin með yfir hundrað pósta! Mun taka mig enn lengri tíma að komast inn í bloggheiminn aftur ;) Við erum sem sagt á lífi. Flutt í fína raðhúsið og fer bara mjög vel um okkur. Ótrúlegt hvað er endalaust til af kössum með einhverju smádóti sem þarf að koma fyrir einhvers staðar. Gengur hægt en gengur þó :) Við bíðum enn eftir vorinu.... nú segja veðurspesíalistarnir að það komi ekki fyrr en eftir páska. Snjórinn er þó smám saman allur að bráðna og settist ég meira að segja út á pall í dag í smá stund. Mjög notalegt :) Þar til næst, góða helgi.