Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2006
Viktor aftur lasinn. Varð veikur um síðustu helgi, náði svo að fara á leikskólann í tvo daga áður en hann veiktist aftur. Var hundlasinn í gær, með 40 stiga hita og geltandi hósta. Er svipaður í dag. Helgi er nú eitthvað að velta því fyrir sér að setja hann á sýklalyf... þægilegt að búa með barnalækni hehe :) Af mér er allt gott að frétta. Var að fá fleiri spurningalista til að pikka inn og er svo búin að kaupa mér árskort í líkamsrækt. Hlakka ýkt til að geta byrjað að æfa aftur. Sandra fær bara að fylgja með :) Bæði boðið upp á mömmutíma og barnapössun. Well, Sandra vöknuð... ég held að hún sé með einhvern bloggskynjara...... vaknar alltaf þegar ég er nýbyrjuð að blogga :)

video

Hef aðeins verið að prófa mig áfram með að setja videómyndir inn á netið og hér er afraksturinn. Videó af Viktori litla í pollaleik :)
Viktor litli er lasinn. Hann er heima í dag enda ekki alveg orðinn frískur. Sandra Ósk blæs út þessa dagana.... mér finnst hún stækka svo hratt. Hún er farin að brosa til okkar og hjala :) Hér er hún að spjalla við pabba sinn :) Hef ekki tíma fyrir meira blogg... kemur bara meira seinna.
Sandra Ósk er orðin 5 vikna. Þrátt fyrir að vera lítil er hún búin að næla sér í fyrsta kvefið. Helgi og Viktor eru líka með sömu einkenni. Sandra veiktist í gær en Viktor er búinn að vera með hor í nös í þó nokkurn tíma. Þetta truflar hann ekki eins mikið og systur sína. Hún þreytist fljótt þegar hún er að drekka og drekkur því oftar yfir daginn. Í gær svaf hún bókstaflega allan daginn. Við vonum bara að hún hafi ekki nælt sér í RS. Ég er búin með innsláttarvinnuna í bili. Fæ líklega meira að gera í byrjun desember. Þetta hentar mér vel. Fæ smá pening í vasann og ræð mér algjörlega sjálf. Verð víst að þjóta. Sandra er vöknuð og vill fá sopann sinn.

tími til kominn

Hef verið ansi löt við bloggið. Ég er komin í smá tölvuvinnu (sem er reyndar alveg að verða búin) og fer því að pikka það inn þegar ég sest við tölvuna. En jæja..... allt gengur vel. Guðlaug og Svenni eru búin að heimsækja okkur og í dag kvöddum við Ernu tengdamömmu og Björn, afa Helga. Viktor er kátur á leikskólanum og sömuleiðis Fannar í skólanum sínum. Sandra hefur þyngst um 1 kg. og lengst um 4 cm. Hún dafnar því vel. Best að enda þetta með nokkrum myndum af fjölskyldunni. Viktor er svo góður við litlu systir og sýnir henni mikinn áhuga. Bræðurnir saman, hausthreingerning í fullum gangi á lóðinni Mæðgurnar saman.... girlpower :oD Litli tígri með pappa sínum :) Viktor úti að leika í snjónum