Viktor aftur lasinn. Varð veikur um síðustu helgi, náði svo að fara á leikskólann í tvo daga áður en hann veiktist aftur. Var hundlasinn í gær, með 40 stiga hita og geltandi hósta. Er svipaður í dag. Helgi er nú eitthvað að velta því fyrir sér að setja hann á sýklalyf... þægilegt að búa með barnalækni hehe :) Af mér er allt gott að frétta. Var að fá fleiri spurningalista til að pikka inn og er svo búin að kaupa mér árskort í líkamsrækt. Hlakka ýkt til að geta byrjað að æfa aftur. Sandra fær bara að fylgja með :) Bæði boðið upp á mömmutíma og barnapössun. Well, Sandra vöknuð... ég held að hún sé með einhvern bloggskynjara...... vaknar alltaf þegar ég er nýbyrjuð að blogga :)