Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2007

Loksins loksins!

Sumarið er komið til okkar í öllu sínu veldi eins og þið sjáið á myndunum. Síðan síðast höfum við Helgi afrekað að fara til London..... barnlaus!! Helgi er búinn að skrifa aðeins um þá ferð og setti líka inn myndir þannig að þið lesið það bara á síðunni hans . Helgi vinnur eins og brjálæðingur þessa dagana þannig að það er nóg að gera hjá mér og krökkunum. Við reynum þó að gera eitthvað skemmtilegt um helgar þegar við erum öll saman. Finnum okkur ný svæði sem við höfum aldrei komið á og fáum okkur göngutúr og ekki spillir ef við rekumst á kaffihús og fáum okkur kaffi eða ís :) Sandra stækkar og stækkar. Hún er nú orðin 8 mánaða. Skríður um allt, stendur upp og prílar. Hún er meira að segja farin að príla í tröppunum. Komst upp í aðra tröppu um daginn.... og var ekki lengi að því!! Litla snúllan er alltaf svo brosmild og geðgóð..... minnir mjög á stóra stóra bróður. Það er búið að vera frekar heitt undanfarið og reynir maður alltaf að halda henni í skugganum. Það gengur aftur á...