Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2008
Datt í hug að henda inn nokkrum nýjum myndum af litlu gríslingunum. Allt gott að frétta héðan. Ég þó enn atvinnulaus.... en hef fengið smá vinnu á leikskóla krakkanna. Ég var í upphafi beðin að redda málunum í apríl en það vantaði afleysingamanneskju þar til einn starfsmaður kæmi úr barneignarorlofi. Þetta hefur svo leitt til þess að ég vinn núna alla föstudaga og er svo líka kölluð til ef eitthvað annað kemur upp á. Sandra Ósk að pósa í gluggakistunni Í byrjun maí fengum við alveg frábært veður og því var oft tilefni til að fá sér ís úti á palli. Þessi mynd var nú ekki tekin á heitasta deginum en þá fór hitinn upp í 25 gráður :) Fór á Skansen með leikskólanum. Ég fór sem starfsmaður en ekki foreldri þannig að ég náði nú ekki að taka mikið af myndum. Sandra var í umsjá Emmu leikskólakennara en hér eru þær að skoða einhver skemmtileg dýr saman. .... og Viktor er að skoða apana :) Viktor er á fullu að æfa sig að hjóla á hjólinu sem hann fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa í Keflavík. Hann...