Glatað veður hér i dag. Kallt, rok og rigning! Það var svo hrikalega gott verður í síðustu viku (20-25 stiga hiti) og hélt maður að sumarið væri komið.... en nei! Fyrir vikið nenni ég ekki að gera neitt.... ekki einu sinni að þrífa ;) Búin að sitja fyrir framan sjónvarpið í dag. Horfði á Stokkhólmsmaraþonið... og á sama tíma vorkenndi ég svo hlaupurunum að hlaupa í þessu veðri :/ Vona að það verði betra veður þegar ég hleyp hálfmaraþonið í september! Við erum aðeins byrjuð að pakka. Gott að pakka dóti sem liggur í geymslunum. Maður á svo mikið af drasli og ekkert mál að pakka fullt þó við þurfum ekki að flytja fyrr en eftir 2 mánuði. Við erum ekki enn búin að finna hús og erum að verða doldið stressuð! Viljum auðvitað helst vera í sama hverfi svo krakkarnir þurfi ekki að skipta um skóla. Mamma og pabbi koma í heimsókn næstu helgi. Það verður gott að sjá þau aftur. Ekki hitt þau síðan um jólin. Kveðja, Sara