Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2013

Tónleikar

Fannar var að spila á lokatónleikum tónlistarskólans. Spilaði lag eftir Red Hot Chili Peppers. Stóð sig rosa vel :) Sent from Yahoo! Mail on Android

Kolmården

Fórum í dýragarð um síðustu helgi. Þ.e.a.s. ég, Sandra og Viktor. Helgi var upptekinn og Fannar vildi ekki koma með.... orðinn svo mikill unglingur! Leikskólinn bauð öllum fjölskyldum og starfsfólki í garðinn í tvo daga með gistingu í eina nótt á hóteli staðarins. Við vorum í samfloti með samstarfskonu minni, Ivana, og dætrum hennar: Jovana (5 ára) og Teadora (8 ára). Við áttum alveg æðislega helgi á staðnum í góðum félagsskap. Fyrir utan öll dýrin sem við sáum fórum við á diskó... dönsuðum og drukkum drykki (áfenga og óáfenga :) Fórum í sund á hótelinu, fórum á höfrungasýningu og fengum góðan kvöldmat og morgunmat. Krakkarnir fóru þar að auki óteljandi ferðir í rússíbana svæðisins (var líklega hápunkturinn hjá þeim :), þau voru óstöðvandi!!  Á leið að sjá tígrisdýrin  Kaffipása. Tea, Jovana, Sandra og Viktor  Viktor og Sandra skoða dýrin :)  Hér erum við að sjá fíla-æfingu.  Þessi fíll mun eignast kálf seint í sumar/haust....