Við Fannar erum búin að eyða deginum á bráðamóttökunni í dag. Hann datt svo ílla í skólanum í dag, að hann gat ekki stutt í fótinn. Hann var úti í skóginum í leikfimi og datt fram fyrir sig niður smá halla og lenti á hægra hné. Hann fékk því lánaðar hækjur hjá skólahjúkkunni og við brunuðum upp á spítala. Eftir 3 tíma á bráðamóttökunni kom sem betur fer í ljós að hann var ekki brotinn!! Sent from Yahoo! Mail on Android