Fór með bílinn í viðgerð í morgunn en ég er búin að dreifa góðum slatta af bensíni á götur borgarinnar síðan ég kom aftur til landsins. Annars var tengdapabbi svo góður að laga afturbremsurnar á bílnum áður en við Fannar komum aftur - þessi bíll er náttúrulega bara orðinn gamall! Seljum hann pottþétt næsta vor. Tek jafnvel bara nýja hjólið fram á eftir og fæ mér góðan hjólatúr. Skelli á mig hjálminn og bruna af stað. Það er kominn tími til að fara með það í uppherslu og ætla ég að hjóla í Markið og láta þá skrúfa það fast.
Núna er ég búin að læra aðeins meira á þetta blogg og búin að ná mér í teljara hjá teljari.com - svo ég geti nú fylgst með hvort einhver hafi áhuga á að lesa þetta. Þetta er miklu auðveldara en ég hélt. Er samt búin að sitja lengi yfir tölvunni og núna nenni ég ekki meir.
Kv. Sara
Núna er ég búin að læra aðeins meira á þetta blogg og búin að ná mér í teljara hjá teljari.com - svo ég geti nú fylgst með hvort einhver hafi áhuga á að lesa þetta. Þetta er miklu auðveldara en ég hélt. Er samt búin að sitja lengi yfir tölvunni og núna nenni ég ekki meir.
Kv. Sara
Ummæli