Jæja jæja þá er ég komin í hóp bloggara. Hingað til hef ég bara fylgst með honum Helga mínum og reynt að læra smávegis af honum - vona að það hafi skilað sér.... kemur í ljós?
Við mæðginin erum komin aftur heim frá Svíþjóð, Fannar er byrjaður í leikskólanum aftur og ég byrja í verknáminu á mánudaginn. Allt er að falla í sína rútínu aftur - nema að það vantar náttúrulega húsbóndann á heimilið :( og það er frekar súrt, reyndar hundfúlt. Hmmm... en þetta er nú það sem við vorum búin að ákveða og nú er bara að þrauka - það er nú samt á dagskránni Íslandsferð hjá Helga í byrjun nóvember og vona ég að það gangi eftir. Og svo vonandi jólin líka - það á allt eftir að kom í ljós seinna.
Ég er svo spennt að sjá hvort þetta bloggara-dæmi virkar hjá mér og ætla ég því að slútta núna.
Bless í bili,
Sara
Við mæðginin erum komin aftur heim frá Svíþjóð, Fannar er byrjaður í leikskólanum aftur og ég byrja í verknáminu á mánudaginn. Allt er að falla í sína rútínu aftur - nema að það vantar náttúrulega húsbóndann á heimilið :( og það er frekar súrt, reyndar hundfúlt. Hmmm... en þetta er nú það sem við vorum búin að ákveða og nú er bara að þrauka - það er nú samt á dagskránni Íslandsferð hjá Helga í byrjun nóvember og vona ég að það gangi eftir. Og svo vonandi jólin líka - það á allt eftir að kom í ljós seinna.
Ég er svo spennt að sjá hvort þetta bloggara-dæmi virkar hjá mér og ætla ég því að slútta núna.
Bless í bili,
Sara
Ummæli