Síðastliðin nótt var erfið. Fannar tók upp á því að veikjast svona heiftarlega. Hann vaknaði upp um tvöleytið með geltandi hósta og átti erfitt með að ná andanum. Ég panikaði næstum... en náði samt að sýna ytri ró fyrir barnið! Hringdi upp á bráðamóttöku barna og talaði þar við lækni sem bjóst við að þetta væri barkabólga og sagði mér að fara með Fannar út á svalir þar sem væri kalt loft til að anda að sér. Þá myndi bólgan í öndunarveginum minnka. Litla barnið mitt róaðist við þetta og ég hringdi næst á læknavaktina til að athuga hvort ég gæti fengið lækni heim. Það reyndist svo ekki þörf á því þar sem Fannar róaðist það mikið að hann vildi bara fara að sofa aftur. Ég ætlaði aftur á móti ekki að geta sofnað eftir þetta... ég lá bara og horfði á hann sofa. Klukkan sex vaknaði hann svo aftur og var þá kominn með 39,3 stiga hita. Núna sefur litla greyið. Ég fékk svo tíma fyrir hann hjá lækni á eftir á vaktinni uppi í Domus Medica.
Meira seinna.
Meira seinna.
Ummæli