Trúmann er í heimsókn hjá Fannari, þeir eru í bíló og eru að keppast um hvor bílanna fer nú hraðast. Fannar er voða kátur þessa dagana. Hann er svo kátur með að hitta alla krakkana á leikskólanum og vinina í húsinu. Hann er ekki fyrr kominn heim af leikskólanum þegar hann biður um að fara til Trúmanns eða Matthildar. Og í gær sat hann skælbrosandi yfir íslenska barnatímanum!!
Ég er aðeins að venjast því að vera komin í grasekkju hlutverkið aftur, var nú doldið döpur svona til að byrja með. Mamma og pabbi eru búin að vera rosa dugleg að bjóða okkur Fannari í mat síðan við komum til landsins. Við erum bara búin að borða kvöldmat heima einu sinni!! Takk kærlega fyrir okkur mamma og pabbi ;o)
Það verður fínt að byrja í verknáminu á mánudaginn - þá hættir maður að hangsa þetta og það verður nóg að gera. Svo þarf náttúrulega að fara að byrja á lokaverkefninu - B.s. verkefninu!! Kannski svolítið kvíðin fyrir allri vinnunni sem er framundan en í staðinn ætti tíminn að vera fljótur að líða. Planið er að vinna verkefnið með bekkjarsystur minni, Eddu, og erum við aðeins byrjaðar að spá í hvað við viljum gera.... þetta verður spennandi.
Kíkti til Guðrúnar vinkonu áðan. Strákurinn hennar, Bjarki Þór (3ja mán. gamall), er algjört krútt. Ég fæ að klípa doldið í hann á laugardaginn en hún er búin að biðja mig að passa litla snúðinn - þvílíkur heiður.
Jæja, best að fara að elda ofan í mig og drenginn.
Ég er aðeins að venjast því að vera komin í grasekkju hlutverkið aftur, var nú doldið döpur svona til að byrja með. Mamma og pabbi eru búin að vera rosa dugleg að bjóða okkur Fannari í mat síðan við komum til landsins. Við erum bara búin að borða kvöldmat heima einu sinni!! Takk kærlega fyrir okkur mamma og pabbi ;o)
Það verður fínt að byrja í verknáminu á mánudaginn - þá hættir maður að hangsa þetta og það verður nóg að gera. Svo þarf náttúrulega að fara að byrja á lokaverkefninu - B.s. verkefninu!! Kannski svolítið kvíðin fyrir allri vinnunni sem er framundan en í staðinn ætti tíminn að vera fljótur að líða. Planið er að vinna verkefnið með bekkjarsystur minni, Eddu, og erum við aðeins byrjaðar að spá í hvað við viljum gera.... þetta verður spennandi.
Kíkti til Guðrúnar vinkonu áðan. Strákurinn hennar, Bjarki Þór (3ja mán. gamall), er algjört krútt. Ég fæ að klípa doldið í hann á laugardaginn en hún er búin að biðja mig að passa litla snúðinn - þvílíkur heiður.
Jæja, best að fara að elda ofan í mig og drenginn.
Ummæli