Ahhh komið helgarfrí - alveg frábært
Mætti samviskusöm á húsfund í gærkveldi. Alveg ótrúlegt.... í þessi fjögur ár sem ég hef nú búið hérna er ALLTAF verið að ræða sömu vandamálin.... UMGENGNI Á GÖNGUNUM: börn með mat á göngunum, börn að krota á veggi á göngunum, fólk sem geymir fullt af drasli á göngunum, börn að leika eftir átta á kvöldin á göngunum, börn að rífa póst upp úr póstkössunum o.s.frv. Ekki má heldur gleyma gamla góða vandamálinu þegar fólk keyrir og leggur inni í garðinum... alltaf sama sagan. Fólk nennir ekki að ganga auka 20 metra með bónuspokana sína... svo er fólk að kaupa líkamsræktarkort dýrum dómi og vill náttúrulega vera voða slim og flott en neiii.. ekki hægt að ganga auka 20 metra! Við erum að tala um að börnin okkar geti leikið sér í garðinum án þess að eiga á hættu að verða fyrir bíl!!! Nú á sem sagt að reyna að setja skilti við innkeyrsluna - Innakstur bannaður nema fyrir þjónustubifreiðar- og taka þetta hlið alveg í burtu. Annars líst mér mjög vel á nýja garðprófastinn en hann hafði góðar hugmyndir og var mjög málefnalegur - klöppum fyrir honum
kannski hann geti komið hlutunum í lag hérna (hmm?). Hann virtist heldur ekki hika við að banka upp á hjá fólki sem ekki hafði þrifið sameignina eða salinn nógu vel (fólk þarf þá að þrífa aftur!)... í þau fáu skipti sem ég hef tekið þennan sal á leigu hefur hann alltaf verið skítugur eftir fólkið á undan! Sem sagt gott mál
En það er nú svo stutt þangað til að við flytjum úr þessu húsi þannig að mér var eiginlega slétt sama um þessi mál... og ekki mun ég nú sakna silfurskottnanna
Meira seinna.




Meira seinna.
Ummæli