Ekki er þetta nú búið að vera neinn frábær dagur! Búin að sitja sveitt yfir einhverri helv... skýrslu í allan dag og hún er ekki enn búin (huh!). Þarf víst að klára hana fyrir morgundaginn
Ég verð með minn fyrsta bakleikfimistíma á morgunn (ekki lengur með sundleikfimina).... hmm maginn fer á fullt við tilhugsunina þó svo að ég viti vel að þetta verður allt í lagi (hehe).... ég er bara ekki svona manneskja sem fílar það að vera endalaust í sviðsljósinu, þar sem tuttugu manns standa og horfa á mann og bíða eftir því sem maður segir og gerir
Þetta venst þó þegar maður kynnist fólkinu.
Annars fórum við Fannar út að hjóla áðan - litli snúðurinn er ekkert búinn að fá að fara út að leika alla helgina, enda veðrið ekki það besta. Við fórum því út og börðumst kröftuglega við rokið í svona 20 mín. og fórum svo heim aftur alveg endurnærð. Hann er orðinn voða klár að hjóla og þarf enga hjálp.
Jæja - það er nóg að gera í kvöld!
Bæjó


Annars fórum við Fannar út að hjóla áðan - litli snúðurinn er ekkert búinn að fá að fara út að leika alla helgina, enda veðrið ekki það besta. Við fórum því út og börðumst kröftuglega við rokið í svona 20 mín. og fórum svo heim aftur alveg endurnærð. Hann er orðinn voða klár að hjóla og þarf enga hjálp.
Jæja - það er nóg að gera í kvöld!
Bæjó
Ummæli