Gutti og Birna buðu okkur í mat í kvöld - takk kærlega fyrir okkur... alveg frábært hreint. Svo var Birna svo ótrúlega næs að kíkja með mér á bloggið og kenna mér svona nokkra skemmtilega hluti
eins og t.d. að setja inn myndir. Svo setti hún líka inn niðurteljara - eins og kannski sum ykkar hafið kannski tekið eftir? - og auðvitað var strax hafin niðurtalning í heimsókn Helga
Takk Birna - þú ert algjör engill
Á meðan að við vorum að stússast í þessu tók Gutti að sér að ærslast við drenginn sem fílaði það auðvitað í botn.... og vildi nú ekki viðurkenna að hann meiddi sig kannski einu sinni eða tvisvar, svo ekki sé nefnt að Gutti er örugglega allur út í marblettum eftir hamaganginn í litla manninum.
Nú er ég orðin sibbin og þarf að lesa doldið
Bæjó



Nú er ég orðin sibbin og þarf að lesa doldið

Bæjó
Ummæli