Fara í aðalinnihald
Hef nú lítið nennt að blogga undanfarna daga enda búið að vera nóg að gera. Ég er nú bara í smá pásu núna vegna þess að sjúklingur minn klukkan eitt afboðaði sig. Það er svo frábær kennslan hérna á Reykjalundi... ég bara gæti ekki verið ánægðari með þetta allt saman.... alveg frábært. Ég hefði aftur á móti ekki vilja lenda hérna á síðasta verknámstímabilinu vegna þess að þetta er ansi strembið og kennarinn okkar reynir að láta okkur "nemagreyin" hafa erfið og flókin tilfelli!
Nú erum við Edda að fara á fullt í Bs. verkefnið. Ég er komin með nokkrar rannsóknargreinar sem ég þarf að lesa fyrir helgina en þá ætlum við að hittast og setja allt í 5. gírinn.... enda einungis rúmur mánuður í skil á úrdrætti verkefnissins!! Eins og þið sjáið lesendur góðir þá er ég bara að sjúkraþjálfast þessa dagana og ekkert annað að frétta. Ég vil svo koma á framfæri að ég mun bráðlega selja klósettpappír og eldhúsrúllur á kostnaðarverði - en það er liður í fjáröflun okkar 4. árs nema til útskriftarferðar sem farin verður í lok maí næstkomandi (hehe). Fyrir áhugasama mun ég bráðlega koma með verð og fjölda.... nota bene það þurfa allir að nota klósettpappír - er það ekki??
Meira seinna :)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)