Jæja nú fer aftur að líða að helgarfríi (aahhh það verður gott!). Það er alltaf meira og meira að gera á Reykjalundi - byrjuð á fullu með tvo sjúklinga. Þessu fylgir svo skýrslugerðir, teymisfundir, þjálfunarprógrömm o.þ.h. Það er s.s. voða mikið fjör og fara kvöldin oftast í að undirbúa næsta dag. Á morgunn er svo stúdentadagurinn og fáum við því frí eftir hádegi :o) Það verður nú voða gaman.... uhhh þó svo að maður taki nú ekki endilega þátt í hátíðarhöldunum (hehe).
Ég er að fara á stelpukvöld til vinkonu minnar annað kvöld og ég á að koma með "skemmtiatriði" ... eða sem sagt eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.... brandari, einhver skemmtileg saga, leikrit, leik (bara eitthvað!)..... einhverjar uppástungur???? Er alveg "dead in the head"!!
Bæjó,
Sara
Ég er að fara á stelpukvöld til vinkonu minnar annað kvöld og ég á að koma með "skemmtiatriði" ... eða sem sagt eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.... brandari, einhver skemmtileg saga, leikrit, leik (bara eitthvað!)..... einhverjar uppástungur???? Er alveg "dead in the head"!!
Bæjó,
Sara
Ummæli