Fara í aðalinnihald
Við Fannar byrjuðum daginn á að fara í­ sund í Grafarvoginum. Hann bað um að fara í­ sundlaugina með "myrkurennibrautinni". Rennibrautin er sem sagt lokuð þannig að maður sér ekki neitt inni í­ henni og maður fer þar að auki ansi hratt .... þannig að hún er mjög skemmtileg. Fyrir þá sem ekki hafa prófað hana, endilega skellið ykkur.... ungir sem aldnir :)
Eftir sundið brunuðum við suður til Keflaví­kur og heimsóttum tengdó. Þau eru að fara til Krítar í fyrramálið. Við fengum því­ kaffi hjá þeim og óskuðum þeim svo góðrar ferðar. Við hittum einnig Jóa og Böddu með litla Egil Mána og svo auðvitað heimalingana Nonna og Hjördísi. Eftir þá heimsókn gerðum við tilraun til að heimsækja Gunnu ömmu og Hreina afa en þau voru því­ miður ekki heima :( Við erum nefnilega ekki enn farin að sjá þau eftir að við komum heim frá Svíþjóð. Við reynum bara aftur seinna.
Fannar var svo mikil dúlla í bílnum á leiðinni. Hann er nýbúinn að fá diskinn "Uppáhaldslögin okkar" (takk Munda ;) ) og á þeim diski er lagið "Fann ég á fjalli" (eða það kallar Fannar alla vega lagið). Hann vill s.s. hlusta á þetta lag aftur og aftur og aftur og aftur...... og syngur hann hástöfum með.... algjör rúsína. Hvað mömmu hans varðar - þá er hún búin að fá nóg af þessu lagi... í­ bili! Það var bara svo gaman að hlusta á drenginn að það var þess virði að hlusta á þetta lag aftur og aftur og aftur og aftur......
Jæja - ég er ekkert búin að lesa alla helgina svo nú verð ég að setja í­ 5. gírinn svo ég viti nú hvað ég á að gera við sjúklingana mí­na á morgunn!!

Kveð í­ bili,
Sara

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)