Fara í aðalinnihald
Búin að standa í kolaportinu í allan dag - frá hálf ní­u í morgunn til rúmlega fimm. Ég er alveg gjörsamlega búin í fótunum. Það var komið að mér og fjórum öðrum úr bekknum mínun að fara í kolaportið. Þetta er s.s. ENN ein fjáröflunarleiðin okkar (hehe). Þetta gekk alveg glimrandi vel hjá okkur - það er alveg ótrúlegt hvað fólk kaupir af drasli! Við í bekknum höfum verið að safna dóti og fötum úr geymslum hjá fjölskyldu og vinum. Þetta fer svo allt í kolaportið og við seljum dótið á slikk. Árangur dagsins var 21. þús. og þá vorum við búin að borga fyrir básinn okkar yfir helgina en það kostaði okkur 7600 krónur - við náðum því að selja fyrir 28 þús. og 6 hundruð.... ekki slæmt. Við vonum svo auðvitað að morgunndagurinn verði jafn góður Þetta er voða gaman og ég mæli með þessu fyrir þá sem nenna að hafa fyrir þessu. Síðast þegar ég fór í kolaportið græddum við 40 þús. yfir helgina þannig að ef maður er með ágætis "drasl" þá er þetta ágætis tímakaup. Athugið að allt þetta dót er selt á 50-500 krónur stykkið.... sjaldan sem maður selur eitthvað dót mikið dýrara en það. Aftur á móti náðum við að selja gamla Kana úlpu sem pabbi gaf okkur, á 2000 krónur þannig að allt kemur fyrir! Fannar litli var hjá ömmu sinni og afa í Keflavík á meðan. Hann kom heim alveg algrænn á fingrum og kringum munn þar sem Nonni frændi hafði keypt eitthvað amerískt nammi upp á velli handa honum.... Fannar var auðvitað alveg alsæll með þetta allt saman. Var líka voða spenntur að segja mér frá því að hann hafi hjálpað afa og Gutta frænda að laga bílana þeirra... og að hann hafi fengið að fara ofan í gryfjuna í bílskúrnum hjá afa - hann er algjör bíladellukarl

Meira seinna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)