Búin að standa í kolaportinu í allan dag - frá hálf níu í morgunn til rúmlega fimm. Ég er alveg gjörsamlega búin í fótunum. Það var komið að mér og fjórum öðrum úr bekknum mínun að fara í kolaportið. Þetta er s.s. ENN ein fjáröflunarleiðin okkar (hehe). Þetta gekk alveg glimrandi vel hjá okkur - það er alveg ótrúlegt hvað fólk kaupir af drasli! Við í bekknum höfum verið að safna dóti og fötum úr geymslum hjá fjölskyldu og vinum. Þetta fer svo allt í kolaportið og við seljum dótið á slikk. Árangur dagsins var 21. þús. og þá vorum við búin að borga fyrir básinn okkar yfir helgina en það kostaði okkur 7600 krónur - við náðum því að selja fyrir 28 þús. og 6 hundruð.... ekki slæmt. Við vonum svo auðvitað að morgunndagurinn verði jafn góður
Þetta er voða gaman og ég mæli með þessu fyrir þá sem nenna að hafa fyrir þessu. Síðast þegar ég fór í kolaportið græddum við 40 þús. yfir helgina þannig að ef maður er með ágætis "drasl" þá er þetta ágætis tímakaup. Athugið að allt þetta dót er selt á 50-500 krónur stykkið.... sjaldan sem maður selur eitthvað dót mikið dýrara en það. Aftur á móti náðum við að selja gamla Kana úlpu sem pabbi gaf okkur, á 2000 krónur þannig að allt kemur fyrir! Fannar litli var hjá ömmu sinni og afa í Keflavík á meðan. Hann kom heim alveg algrænn á fingrum og kringum munn þar sem Nonni frændi hafði keypt eitthvað amerískt nammi upp á velli handa honum.... Fannar var auðvitað alveg alsæll með þetta allt saman. Var líka voða spenntur að segja mér frá því að hann hafi hjálpað afa og Gutta frænda að laga bílana þeirra... og að hann hafi fengið að fara ofan í gryfjuna í bílskúrnum hjá afa - hann er algjör bíladellukarl
Meira seinna


Meira seinna

Ummæli