Fannar er farinn í pössun til Keflavíkur. Hann verður þar alla helgina (ég er nú eiginlega strax farin að sakna hans
). Amma ætlar að fara með hann í Bláa lónið og hann var sko ekki óánægður með það
Ég ætla að vera voða dugleg um helgina og lesa og læra heil ósköp
Alltaf að reyna að troða meiri vitneskju inn í þennan litla haus!
Það er auðvitað alltaf jafn skemmtilegt á Reykjalundi og er nú bara ein vika eftir af verknáminu.... mikið hefur þetta liðið hratt... og núna bara tvær vikur í Helga
Það þýðir líka að það er tvær vikur í skil á úrdrætti um Bs. verkefnið - uuhhh það fer hrollur um mig við tilhugsunina..... eeeen ætla að vera rosa dugleg um helgina.
Þar til næst





Þar til næst

Ummæli