Við nemarnir á Reykjalundi vorum voða vinsæl í dag. Við tókum okkur til og buðum upp á góðgæti í hádeginu þar sem við erum nú að hætta. Þessu var auðvitað tekið voða vel enda er svo sem hefð fyrir þessu. Ég var svo ekkert smá dugleg þegar ég kom heim. Dreif mig bara strax í að ryksuga og skúra - ekki uppáhaldsverkið mitt... en það kemur að því að manni blöskrar skíturinn!! Það er alveg ótrúlegur sandur sem fylgir þessu barni mínu - það er sandur alls staðar - nýbúin að skúra og strax kominn sandur undir klóið
Enda þegar ég kom á leikskólann að sækja drenginn var hann að gera kollhnís í sandkassanum... ekki bara einu sinni..... hmm kannski ekki skrítið þetta með sandinn
Nú er ekki meira en rúm vika í kallinn. Við Fannar erum farin að telja niður saman. Hann á erfitt með að skilja tímann í vikum en um leið og hægt er að telja frá 10 og niður þá er hann alveg með á nótunum.
Kveð í bili - hér bíður lítill maður sem vill líma orku dagsins í orkubókina


Kveð í bili - hér bíður lítill maður sem vill líma orku dagsins í orkubókina

Ummæli