Þá fer sæludögunum senn að ljúka - það ríkir því mikil sorg á þessum bæ
Helgi fer s.s. í fyrramálið! Þessi vika okkar er búin að vera alveg frábær og auðvitað hefur hún flogið áfram, ég er búin að setja allan lærdóm á pásu og hef sko ekkert samviskubit yfir því..... Nú þarf ég s.s. að vera súper dugleg - þetta er nefnilega verkefnaönn frá helv...
(afsakið orðbragðið). Alla vega nóg um það.
Við skelltum okkur í bíó áðan, litla fjölskyldan, og sáum myndina "Stórmynd Grísla". Við vorum rosa heppin þar sem lítill strákur sem sat fyrir aftan okkur fékk ælupest og munaði engu að hann ældi yfir Fannar litla - hann náði að æla aftan á sætið hans
Engu að síður góð ferð
Svo er AFTUR búið að bjóða okkur í mat og skellum við okkur til mömmu og pabba og fáum alveg örugglega eitthvað rosa gott að borða. Við höfum einungis eldað sjálf heima tvö kvöld frá því Helgi kom til landsins... alltaf eitthvað um að vera og mjög gaman að því
Komið að því að demba sér í mat... kveð í bili.


Við skelltum okkur í bíó áðan, litla fjölskyldan, og sáum myndina "Stórmynd Grísla". Við vorum rosa heppin þar sem lítill strákur sem sat fyrir aftan okkur fékk ælupest og munaði engu að hann ældi yfir Fannar litla - hann náði að æla aftan á sætið hans



Ummæli