Nenni nú ekki mikið að skrifa þessa dagana. Við reynum að nýta dagana alveg í botn enda núna bara 3 dagar þangað til Helgi flýgur aftur til Svíþjóðar
Við áttum alla vega voða notalegan dag í dag. Það var bara einn fyrirlestur hjá mér og ákvað ég því bara að sleppa honum. Við fórum svo aðeins í bæinn og skelltum okkur svo í sund þegar við vorum búin að sækja litla manninn á leikskólann. Honum finnst svo gaman að fara í sund enda er hann voða klár og langt í frá að vera eitthvað vatnshræddur - svamlar bara um eins og einhver fiskur. Ætlum svo enn og aftur að bruna til Keflavíkur en á morgunn er búið að bjóða okkur í kvöldmat - ekta fiskibollur hjá Ernu tengdó
Núna ætla ég aftur á móti að leggjast fyrir framan imbann og horfa á ER (bráðavaktin) sem við erum búin að taka upp



Ummæli