Alveg yndislegt veður núna - kallt og heiðskýrt. Við Fannar skelltum okkur út með sleðann og fórum svo í bakaríið á leiðinni heim. Fengum okkur svo heitt kakó og gott brauð þegar við komum heim. Það er langt síðan ég hef getað gert eitthvað svona með Fannari enda hefur hann verið í pössun meira og minna allar helgar undanfarið

Annars þarf ég að koma mér í ritgerðarfýling aftur þar sem ég þarf að skila einni slíkri á fimmtudaginn - já þetta er ekki alveg búið enn! Þetta er reyndar síðasta verkefnið sem ég þarf að gera til að standast haustönnina - þá verður hægt að snúa sér að vorönninni.... síðustu önninni

Ummæli