Þá er eitt próf búið og eitt eftir

Prófið áðan var í raun tvö fög sem sett voru í sama prófið - sem sagt fæðingarfræði og öldrunarfræði. Mér gekk bara vel í fæðingarfræðinni en er í lausu lofti með öldrunarfræðina (gekk örugglega bara ágætlega (?)). Næsta próf er afbrigðileg sálfræði og eins og sumir vita þá er það sannarlega ekki skemmtilegt fag að mínu mati

en maður verður bara að bíta fast á jaxlinn og harka þetta af sér!
Þetta er að verða búið.... og þá meina ég ALVEG búið.
Helgi kallinn er strax búinn að kaupa næsta flugmiða heim og að sjálfsögðu verður niðurteljarinn endurstilltur fyrir þann atburð

Ég ætla svo að skella mér eina helgarferð til Stokkhólms þegar líða fer á vorið og heimsækja kallinn - það var jólagjöf mín til hans.... sniðugt ekki satt??
Ummæli