Það er langt síðan ég hef slakað svona mikið á heima. Ég er meira að segja búin að elda mat handa okkur Fannari núna heil tvö kvöld í röð!! Og engin verkefnavinna eða lestur á kvöldin - bara sjónvarpsgláp og rólegheit

.... eins og er alla vega. Við Edda erum búnar að gera þrjár baseline mælingar á þátttakendum okkar í rannsókninni og allt hefur gengið að óskum. Við ætlum svo að reyna að byrja á ritgerðinni eitthvað um helgina.
Ég var að fá flugmiðann minn í hendurnar í dag

hehe. Ég ætla að fórna síðasta deginum mínum í verknáminu og heimsækja Helga - fer í lok mars

jibííí - hlakka svo til. Edda flýgur líka út til Stokkhólms þessa sömu helgi og líklega líka vinur hennar, hann Jonni, þannig að mér ætti ekki að leiðast í fluginu á leið út
Ummæli