Þessa dagana er ég á fullu að þjálfa og mæla fyrir BS verkefnið. Það er samt einhver frí fílingur í manni þar sem þetta er algjörlega stresslaust og rólegt. Við Edda notum morgnana til að skrifa ritgerðina og þjálfum svo eftir hádegi. Um helgina þurfum við aftur á móti að vera duglegar að skrifa og fær Fannar líklega að vera hjá tengdó á laugardeginum.
Á föstudaginn er bekknum mínum boðið í vísindaferð hjá Sjúkraþjálfun Bata og verður maður nú eiginlega að mæta... enda góð stemning í bekknum
Ég fer líka þangað í verknám eftir eina og hálfa viku þannig að það ætti að vera gaman að heimsækja staðinn og heilsa upp á verknámskennarana mína. Hildur bekkjarsystir verður svo með innflutningspartý eftir vísindaferðina. Föstudagurinn næsti er nú líka svolítið sérstakur dagur þar sem ég.... gamla kellingin... verð 27 ára gömul!!!!... eða var það 17 ára??? Bara man það ekki alveg
hehe hmmm...
Ummæli