Þessa dagana er ég á fullu að þjálfa og mæla fyrir BS verkefnið. Það er samt einhver frí fílingur í manni þar sem þetta er algjörlega stresslaust og rólegt. Við Edda notum morgnana til að skrifa ritgerðina og þjálfum svo eftir hádegi. Um helgina þurfum við aftur á móti að vera duglegar að skrifa og fær Fannar líklega að vera hjá tengdó á laugardeginum.
Á föstudaginn er bekknum mínum boðið í vísindaferð hjá Sjúkraþjálfun Bata og verður maður nú eiginlega að mæta... enda góð stemning í bekknum


Ummæli