Alveg ótrúlegt hvað margir eiga afmæli í janúar og febrúar!! Í dag á Gróa frænka afmæli og auðvitað óska ég henni innilega til hamingju með daginn
Það er alveg rosalega gaman í verknáminu. Mér finnst ég auðvitað ekki kunna neitt en kennarar mínir eru alveg frábærir
Tvær stelpur sem eru árinu eldri en ég og útskrifuðust árið 2000.... ég endurtek - alveg frábærar! Svo er þetta auðvitað allt öðruvísi sjúkraþjálfun sem ég er að kynnast þarna - þarf yfirleitt að hugsa meðferðina allt öðruvísi heldur en t.d. á Reykjalundi þar sem mikið er af langvinnum vandamálum!
Ég vil að lokum benda ykkur á að það eru einungis 9 dagar þangað til Helgi kemur í heimsókn - veiiii
Ummæli