Það er voða gaman í verknáminu. Það er smám saman verið að bæta á mig vinnu og er ég komin með sjö einstaklinga í reglulega meðferð - ein ný kemur svo til mín á morgunn.
Á laugardaginn fer ég á árshátíð og ég ætla að djamma alveg villt

Það verður pottþétt svaka stuð.... ég er alla vega búin að ákveða það

Það eina leiðinlega við þessar árshátíðir er að ákveða hvaða föt maður ætli að fara í... mér finnst svoooo leiðinlegt að vesenast í þessum fatamálum!! Ég hefði barasta helst vilja fara í gallabuxum en það er víst ekki viðeigandi

og ekki nenni ég að fara að versla.... það er eiginlega bara leiðinlegt að versla þegar maður
ÞARF að finna eitthvað!! Nú jæja ég pæli líklega bara í því á laugardaginn.
Pabbi ætlar að heimsækja
Helga á morgunn og verður í Stokkhólmi fram á sunnudag..... ég öfunda hann
bara smá..... heh
Ummæli