Öskudagur á morgunn og á þessu heimili er lítill maður sem hlakkar rosalega til. Pabbi hans keypti Tuma tígur búning handa honum í Svíþjóð og er litli maðurinn gífurlega spenntur yfir því að fá að fara í honum á leikskólann

Ég hélt fjáröflunarfund í kvöld og var liðið rétt í þessu að skríða út úr dyrunum. Við erum eiginlega búin að ákveða að fara til Spánar í útskriftarferð en það er enn verið að ákveða nákvæma staðsetningu... valið stendur milli þriggja strandbæja sem eru nálægt Barcelona. Ég er búin að ákveða að vera bara í eina viku þar sem undirbúningur fyrir Svíþjóðarför verður í hámarki á þessum tíma!!
Svo vil ég einnig minnast á að við erum með útsölu á bolunum okkar þar sem við þurfum að losna við sem flesta fyrir 1. maí.... einhver áhugi???
Svo virðist vera að einn meðlimur PP sé að ganga í gegnum einhverja major erfiðleika.... er með heljarinnar skítkast á útvalda meðlimi klúPPsins!!! Kannski ættu suðurnesjaliðið að íhuga að útnefna Steina bílstjóra kvöldsins - miðað við aðstæður myndi ég halda að áfengi færi frekar illa í manninn... hehe

Ummæli