Strax komið sunnudagskvöld

Ég er búin að vera ógeðslega dugleg um helgina. Þvoði barasta og bónaði bílinn með góðri hjálp frá pabba - nú er bílinn aftur orðinn rauður en hann hefur ekki haft þann lit ansi lengi!! Svo varð náttúrulega aðeins að þrífa skítinn heima hjá mér.... alla vega yfirborðið

Við förum í matarklúPP á laugardaginn og sé ég á síðum klúPPsmeðlima að undirbúningur er í hámarki. Dömurnar Guðrún og Munda ætla greinilega að detta verulega í það


Ummæli