Verknámið byrjað!
Jájá komin á fullt.... það er töluvert meiri kröfur á manni á þessu tímabili - kannski ekki skrítið þar sem maður á að heita sjúkraþjálfari eftir þessa önn!!! Annars gekk bara ágætlega í dag. Tók á móti mínum fyrsta skjólstæðingi í dag og á morgunn fæ ég þrjá nýja í viðbót. Verknámskennarar mínir eru mikið með íþróttafólk og ófrískar konur í meðferð og fæ ég því að kynnast því, en að öðru leyti skilst mér að vinnan þarna sé mjög fjölbreytt... bara gott mál

Ég er búin að fá allar einkunnirnar mínar og mér til mikillar gleði náði ég öllu með þokkalegum stæl.... ætti því að geta útskrifast í vor án mikilla vandræða..... svo framarlega að ég nái lokaprófinu í verknáminu og svo auðvitað Bs - hehe.
Well... kveð að sinni, Sara
Ummæli