Þá er það búið
Mér gekk mjög vel... alla vega sögðu stelpurnar að ég náði vel! Það er mikill léttir yfir mér núna og er ég núna farin að hlakka til að fara til Svíþjóðar.
Annars sprakk á bílnum í dag þegar ég var á leið heim úr vinnu. Mamma reddaði mér alveg og kom og sótti mig... ég var orðin allt of sein að sækja Fannar á leikskólann. Svo kom pabbi og reddaði mér alveg - líka - hjálpaði mér að skipta um dekk... sem by the way ég hef aldrei gert áður.... ekki einu sinni séð það gert fyrr
Þetta fór því allt vel og nú er búið að laga dekkið og það komið undir bílinn aftur og varadekkið komið í skottið.
Ummæli