Fannar litli veikur... fór með hann á læknavaktina í gærkvöldi og hann var þá kominn með eyrnabólgu. Hann hefur ekki fengið eyrnabólgu síðan hann var tveggja ára og fékk rör í eyrun. Alla vega þá erum við heima í dag út af þessu. Hann er nú voða hress - fær bara verkjastíla og þá er allt í góðu

Mamma reddaði mér algjörlega áðan. Hún kom og sat yfir Fannari á meðan ég skaust til að hitta klíník "sjúklinginn" minn í síðasta sinn fyrir prófið. Annars hefði þurft að fresta prófinu á fimmtudag.... og það vil ég alls ekki - vil bara ljúka þessu af!!
Ummæli