Ég hef ekki nennt að blogga mikið undanfarið enda Helgi hjá okkur og margt betra við tímann að gera en hanga fyrir framan tölvuna. Lífið gengur bara sinn vanagang - ég í verknámi og Fannar á leikskólanum, Helgi dundar sér svo eitthvað hérna heima á daginn. Ég tek lokaklíníkina mína 18. mars og byrja ég að undirbúa hana í næstu viku. Smá stress við tilhugsunina en reyni að gera lítið úr þessu eins og er.... guð má vita að ég verð nógu stressuð þegar þar að kemur!!!
Helga tókst að brjóta bílstjórasætið í bílnum okkar í dag.... var eitthvað að teygja sig aftur og bara crash... sætisbakið gaf sig - brotið!! Hmmm krafturinn í þessum manni.... eða er hann bara svona rosalega þungur?? Alla vega þá ætlar hann að leita að nýju sæti á partasölu á morgunn en ef þið eigið eitt stykki endilega látið okkur vita.... híhí.
Guðlaug og Svenni voru að banka upp á - best að sinna gestunum, bæjó.
Ummæli