Stressandi dagur
Ég hitti klíník skjólstæðinginn minn í gær - frekar flókið tilfelli og ég "doldið" stressuð fyrir vikið. Hún átti svo að hitta mig aftur í dag og ég (enn) "doldið" stressuð og búin að reyna að undirbúa mig eins og ég mögulega gat en svo barasta hringdi hún og var VEIK! Ansans - þetta þýðir að ég get ekki unnið neitt í þessu um helgina og það er frekar slæmt. Ég var rétt hálfnuð með skoðun þannig að ég get auðvitað ekki ákveðið markmið og meðferð o.þ.h. og get þ.a.l. ekki heldur gert klíníkskýrsluna... damn

Helgi mun, á morgunn, hitta fólkið sem á húsið sem við ætlum að leigja næstu tvö árin (eða u.þ.b.). Ég vona bara að ég fái tækifæri á að skoða húsið þegar ég fer til Svíþjóðar eftir tvær vikur. Við munum alla vega rölta þarna framhjá en ég vil auðvitað líka sjá inn í húsið

Ummæli