Það styttist í Svíþjóðarför mína - ég er líka voða spennt
Annars er maður bara að ganga frá öllu í vinnunni... útskrifa einhverja og ákveða hverjir halda áfram í meðferð hjá stelpunum. Á fimmtudaginn verður maður svo að vera doldið grand á því og mæta með eitthvað góðgæti - svona til að þakka fyrir sig..... enda hefur dvölin þarna verið frábær
aldrei skemmt mér jafn mikið í verknámi fyrr!
Fannar er rosa spenntur yfir því að fá að vera hjá Sigga afa og Sirrý ömmu í heilar 5 nætur. Það er alla vega það spennandi að hann er ekkert að böggast yfir því að fá ekki að koma með til Svíþjóðar. Ég reyni nú líka að gera ekki of mikið mál úr þessu við hann. Tímaskynið er heldur ekki alveg þroskað! Hann veit að pabbi sinn kemur í sumar en hann veit bara ekki hversu langt er í sumarið
.... en hann er barasta sáttur við þetta allt saman. Stundum gott að vera fjögurra ára og áhyggjulaus
Ummæli