Húsgagnaleit
Við Helgi erum að leita að húsgögnum þessa dagana, aðallega eldhúsborði og eldhússtólum. Þar sem við erum að flytja til IKEA-landsins mikla þá er þetta nokkuð auðvelt þó svo að Helgi sé þar og ég er hér! Ég skrapp í IKEA í dag að skoða og svo fór ég bara á netið þegar ég kom heim og fann það sem mér fannst flott og sendi slóðina til Helga... auðvelt
Karlinn verður nú að hafa borð og stól í eldhúsinu.... enda ætlum við ekki að taka okkar núverandi borð og stóla með út. Annars verður frekar tómlegt hjá Helga mínum næstu daga.... einn í stóru tómu einbýlishúsi.... bara eitt rúm til að sofa í og þrír matardiskar í eldhússkápunum!! Hann verður bara að vera duglegur úti í garði... klippa epla- og perutrén og svoleiðis...... hehe
Svona til gamans má nefna að eldhúsborðið sem við erum að spá í er rúml. 10 þúsund krónum dýrara hér en í Svíþjóð!
Ummæli