Hvar er bíllinn?!?!
Frá og með deginum í dag kemur mér ekkert á óvart lengur hvað varðar bílinn okkar! Ég tek það fram að ég er ekki að djóka - hef verið spurð að því nokkrum sinnum í dag......!
Ég var að fara í mat til mömmu og pabba í kvöld en þegar ég kom út á bílastæðið var bíllinn barasta horfinn!!!?


Nú, ég hringdi því í lögregluna og þeir sögðu mér að koma upp á stöð og gefa skýrslu um málið. Eftir kvöldmat fór ég því upp á lögreglustöð með Guðlaugu og Svenna sem einkabílstjóra (þar sem ég var bíllaus!!) og í miðri skýrslugerðinni hringir síminn og það tilkynnt að bíllinn væri fundinn... á bílastæði í Bökkunum uppi í Breiðholti! Við förum auðvitað þangað og finnum bílinn. Mjög speisað að fara inn í bílinn þarna á planinu... ógeðsleg reykingafýla i bílnum og aska úti um allt (alls staðar nema í öskubakkanum), geisladiskarnir lágu á gólfinu og búið að róta í þeim (þeir voru þó alla vega í bílnum!) og eitthvað meira drasl í bílnum (þjófurinn hefur t.d. fengið sér kók og olsen olsen á rúntinum!). Bíllinn virtist þó vera í lagi og óskemmdur - sáum reyndar ekki mikið í myrkrinu þannig að ég þarf að kíkja betur á hann á morgunn.
Fannari leist ekki alveg á þetta... var voða mikið að tala um þjófinn... um að hann viti ekki hvar við búum o.þ.h - honum leist ekki alveg á að það hafi einhver ókunnugur bara getað tekið bílinn okkar! Hann var því aðeins rólegri þegar ég sagði honum að löggan væri búin að ná honum... sem er næstum því rétt en þeir gruna einhvern gaur um verknaðinn sem hefur víst stolið fjöldan allan af bílum um allt land.
Svona í lok dagsins er ég mjög fegin að vera búin að fá bílinn minn aftur en er samt ekki alveg búin að ná áttum yfir þessu öllu saman

Ummæli