Fara í aðalinnihald


Hvar er bíllinn?!?!
Frá og með deginum í dag kemur mér ekkert á óvart lengur hvað varðar bílinn okkar! Ég tek það fram að ég er ekki að djóka - hef verið spurð að því nokkrum sinnum í dag......!
Ég var að fara í mat til mömmu og pabba í kvöld en þegar ég kom út á bílastæðið var bíllinn barasta horfinn!!!? Ég þóttist vera með það á hreinu hvar ég lagði bílnum en það var bara einhver hvítur bíll í því stæði. Ég strunsaði út um allt bílastæðið alveg kex rugluð en sá bílinn hvergi... viti menn - bara búið að stela bílnum!! Ég var ekkert smá hissa... hélt að svona lagað gæti ekki komið fyrir mig
Nú, ég hringdi því í lögregluna og þeir sögðu mér að koma upp á stöð og gefa skýrslu um málið. Eftir kvöldmat fór ég því upp á lögreglustöð með Guðlaugu og Svenna sem einkabílstjóra (þar sem ég var bíllaus!!) og í miðri skýrslugerðinni hringir síminn og það tilkynnt að bíllinn væri fundinn... á bílastæði í Bökkunum uppi í Breiðholti! Við förum auðvitað þangað og finnum bílinn. Mjög speisað að fara inn í bílinn þarna á planinu... ógeðsleg reykingafýla i bílnum og aska úti um allt (alls staðar nema í öskubakkanum), geisladiskarnir lágu á gólfinu og búið að róta í þeim (þeir voru þó alla vega í bílnum!) og eitthvað meira drasl í bílnum (þjófurinn hefur t.d. fengið sér kók og olsen olsen á rúntinum!). Bíllinn virtist þó vera í lagi og óskemmdur - sáum reyndar ekki mikið í myrkrinu þannig að ég þarf að kíkja betur á hann á morgunn.
Fannari leist ekki alveg á þetta... var voða mikið að tala um þjófinn... um að hann viti ekki hvar við búum o.þ.h - honum leist ekki alveg á að það hafi einhver ókunnugur bara getað tekið bílinn okkar! Hann var því aðeins rólegri þegar ég sagði honum að löggan væri búin að ná honum... sem er næstum því rétt en þeir gruna einhvern gaur um verknaðinn sem hefur víst stolið fjöldan allan af bílum um allt land.
Svona í lok dagsins er ég mjög fegin að vera búin að fá bílinn minn aftur en er samt ekki alveg búin að ná áttum yfir þessu öllu saman

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)