Ég er gjörsamlega að drukkna í hori núna... held að frjókornaofnæmið sé byrjað! EKKI GAMAN!
Annars vorum við að koma úr afmæli, rosa stuð. Fannar skemmti sér konunglega. Hann var reyndar lang elstur af börnunum en það virtist ekki skipta neinu máli. Hann fékk meira að segja að opna alla pakkana.... og það fannst honum EKKI leiðinlegt - hehe. Svo fékk hann sérstaklegt klapp í lokin fyrir aðstoðina.... hann fílaði sig í botn.
Jæja best að halda áfram að snýta sér - huh....
Ummæli