Ég held að ég tali fyrir hönd okkar beggja þegar ég segi að við Edda séum að verða geðveikar á tölfræðiúrvinnslu í verkefninu okkar! Við erum með þrjá aðila sem segja okkur sitt hvorn hlutinn og við erum búnar að keyra svo mikla tölfræði á gögnin að við munum ekki nota nema kannski einn þriðja af því... algjör tímasóun. Það er bara þannig að það er enginn kennari í deildinni sem kann nógu vel á þetta rannsóknarsnið okkar - þetta hefðum við átt að kanna ÁÐUR en við gerðum rannsóknina!! Hmmm þýðir lítið að böggast yfir því núna.
Það hrynja yfir mann atvinnuauglýsingar þessa dagana og það er alveg ljóst að það hefði ekki verið neitt mál að fá vinnu eftir útskriftina (flestir í bekknum þegar komnir með vinnu). Doldið leiðinlegt að horfa á allar þessar lausu stöður og hafa jafnvel mikinn áhuga á sumar þeirra. Mér skilst að það sé frekar erfitt að fá vinnu úti í Svíþjóð og svo er ég líka smá stressuð yfir því hvernig maður á eftir að standa sig með málið.... ég veit að allir segja að þetta verði ekkert mál en ég er samt smá kvíðin yfir því! Nógu erfitt að byrja að vinna sem löggiltur sjúkraþjálfari hérna heima... hvað þá úti í Svíþjóð - með enga reynslu og allt það. Bla bla bla... best að hætta þessu tauti og halda áfram með bs-ið.
Ummæli