Maður svífur gjörsamlega um á hvítu skýi þessa dagana. Það er svo gott að vera BÚIN! Við kynnum reyndar verkefnið okkar í fyrirlestri á mánudaginn og þurfum einnig að gera loka yfirlestur á ritgerðina og binda hana svo inn (en það er náttúrulega bara tittlingaskítur sem er eftir - hehe) - and then....... Barcelona here we come.
Núna er ég að undirbúa flutning til Svíþjóðar. Þarf að fylla út einhverja flutningspappíra og svoleiðis. Við Edda ætlum því að eyða deginum í svoleiðis snatterí.
Litli Bjarki Þór, strákurinn hennar Guðrúnar vinkonu, er eins árs í dag - til hamingju. Við Fannar förum í afmælið hans á morgunn - rosa gaman.
Ummæli