Gleðilega þjóðhátíð
Við ætlum að taka okkur pásu frá kössunum í dag. Okkur gengur mjög vel að pakka og stefnum við að því að keyra dótið niður á höfn á mánudaginn. Í dag ætlum við nú bara að fá okkur göngutúr niður í miðbæ, leyfa Fannari að leika sér í einhverjum leiktækjum og svoleiðis. Hann fékk gefins fána frá skátunum um daginn og ætlar drengurinn auðvitað að taka hann með sér. Ég er búin að mana Helga í að taka með sér íslenska fánann sem hann keypti um daginn (til að setja utan á húsið í Stokkhólmi). Það hafa komið upp skiptar skoðanir á því hversu hallærislegt þetta er - hehe. Til að verja þetta aðeins þá er þetta algengt í Svíþjóð, þ.e.a.s. að fólk láti fána hanga utan á húsum sínum.
Ummæli