Helgi er byrjaður að vinna. Við Fannar erum því búin að reyna að dunda okkur eitthvað í dag. Fórum á róló og Fannar hjólaði um allt á hjólinu sínu. Ég veit að þetta á eftir að verða þreytandi til lengdar þannig að ég hlakka mikið til þegar dótið okkar kemur á staðinn... þá verður sko nóg að gera og Fannar fær dótið sitt.
Annars náðum við að versla doldið um helgina. Keyptum okkur eldhússtóla við nýja eldhúsborðið og svo keyptum við líka garðstóla og borð. Alltaf gaman að versla í búið hehe. Fórum svo í dag og troðfylltum frystinn af mat... jamm búið að eyða miklu á síðastliðnum dögum.
Jæja, best að slökkva á tölvunni og horfa aðeins á sjónvarpið, góða nótt.
Ummæli