Æm bakk
Reyndar komum við til landsins á fimmtudaginn en við rukum beint í útileigu og erum við búin að vera í Þórsmörk alla helgina...... í rigningunni! Þetta var nú samt voða gaman og Fannari fannst ekkert skemmtilegra en að vera blautur ofaní læk.
Nú erum við á kafi í kössum - erum eitthvað að vesenast yfir því hvenær við náum að senda dótið okkar. Við vorum að frétta að ef við sendum í þessari viku þá þarf dótið að vera komið niður á höfn á hádegi á morgun!! Nota bene, við erum varla byrjuð að pakka! Well, við sjáum til hvað við gerum... við sendum þá bara dótið í næstu viku. Þá þurfum við bara að bíða í tvær vikur eftir dótinu i Svíþjóð.
Næsta laugardag ætlum við að halda kveðju- og útskriftarpartý á Glaumbar þannig að ef þið lesendur góðir viljið mæta og kveðja okkur þá eruð þið velkomin.
Þá kveð ég í bili því ég þarf að byrja að pakka.
Ummæli