Saran komin til Svíþjóðar
Já barasta komin, þurfti náttúrulega að breyta nafninu á síðunni og datt ekkert betra í hug.
Við vorum svoooo þreytt eftir ferðalagið en það sáum við best þegar við vöknuðum í morgunn - Fannar búinn að sofa í 14 tíma og við Helgi í 12.... án þess að rumska! Það er langt síðan að ég hef sofið svona lengi í einu. Í dag skelltum við okkur svo niður í bæ að sækja um sænska kennitölu fyrir mig og Fannar, fáum hana eftir ca. 2 vikur og þá getum við sótt um leikskóla fyrir drenginn.
Nú held ég að ég verði að kíkja aðeins á drengina - þeir eru að reyna að hreinsa fiskabúrið sem fylgdi með húsinu og vita ekkert hvað þeir eiga að gera.... og ég ekki heldur svo sem ???
Ummæli