Í dag fær Helgi aðeins að sofa út - Fannar er að borða morgunmat og ég er sest við tölvuna (aðeins að sýna ykkur að ég er ekki alltaf sofandi!)
Gærdagurinn var rosa skemmtilegur. Við heimsóttum Sigurð Yngva og Sunnu og þangað komu einnig fleiri Íslendingar sem við þekkjum hér á Stokkhólmssvæðinu. Við grilluðum saman og drukkum bjór og hvítvín. Nokkrir í hópnum voru nú komnir ágætlega í glas þegar við hjóluðum heim um ellefu leytið. Fannar er rosalega duglegur að hjóla en í gærkvöldi, þegar orðið var dimmt, var fjarlægðarskynið ekki alveg í lagi og datt hann tvisvar á hjólinu. Hann hjólaði meira að segja beint á kant sem hann bara einfaldlega sá ekki... meiddi sig soldið en sem betur fer jafnaði hann sig fljótt og hélt svo bara áfram.
Í dag stefnum við á að fara í rúm-leiðangur. Sigurður Yngvi og Sunna ætla að lána okkur bílinn sinn til að gera okkur þetta aðeins auðveldara fyrir. Ég vona bara að við finnum eitthvað sem okkur líst vel á því ég nenni ekki að vesenast í þessu of lengi.... vildi gjarnan fara að fá nýtt rúm fljótlega.
Ummæli