Ekki er nú mikið að frétta
Neibb - eiginlega barasta ekkert að frétta. Bara sama sagan, við Fannar dúllum okkur eitthvað á daginn.... fer eftir veðri hvað við nennum að gera. Ég er nú þó farin að hreyfa mig reglulega - ætla nefnilega að koma mér í gott form svona í eitt skipti fyrir öll og reyna svo að halda því.... en ekki hætta eins og bjáni (eins og ég geri alltaf!). Við sendum leikskólaumsókn í póst í morgunn svo það verður spennandi að sjá hversu fljótt við fáum pláss. Það er alveg fullt af leikskólum hér í nágrenninu en einn sem er einstaklega nálægt. Auðvitað vonumst við til að fá pláss þar en ætlum þó til öryggis að sækja um á einum einkaleikskóla sem er líka hér rétt hjá (en þó lengra í burtu en hinn).
Við lentum í smá maura ævintýri í gær. Fannar var búinn að sjá tvo maura á stangli inni í einu herberginu á neðri hæðinni. Svo þegar ég fór að skoða þetta betur voru nokkrir eitthvað að vesenast upp með veggjunum í herberginu. Við brugðumst auðvitað skjótt við - ég vopnum skordýraeitri í einni hendi og handryksugunni í hinni (til að ryksuga upp maurana). Ég átti samt í erfiðleikum með að sjá hvaðan þeir komu þannig að ég spreyjaði eitri í hornin og svo fórum við familían í búð eftir vinnu til að kaupa sérstakt mauraeitursduft. Þessu var svo stráð um allt herbergið og núna eru þeir barasta horfnir. Okkur skilst að það sé nokkuð algengt að lenda í veseni með maura hér og að maður eigi alltaf að eiga mauraeitur á heimilinu... gaman að því

Nú þá ætla ég að kveðja í bili.... bleee
Ummæli