Fara í aðalinnihald



Fyrsti alvöru sólbaðsdagurinn
 

Jæja hvernig væri nú að blogga aðeins...!

Það var frábært veður í gær... eiginlega besti dagurinn síðan við fluttum. Við Fannar hjóluðum í sund þar sem við hittum Sigurð Yngva, Sunnu og börnin þeirra. Við fórum í litla útisundlaug þar sem fólk mætir með nesti og breiðir úr sér í sólbaði á grasinu.... bara svona opið svæði þar sem ekkert kostar inn, mjög sniðugt og þægilegt.  Í gærkvöldi buðum við svo Sigurði Yngva, Sunnu, börnum þeirra og Jóa í grillaða hamborgara.  Grilluðum 12 hamborgara og hurfu þeir allir ofan í okkur.  Fannari fannst rosalega gaman að fá gesti og voru krakkarnir duglegir að leika sér uppi á lofti... líklega lengsti tíminn sem Fannar hefur eytt í herberginu sínu í einu síðan að við fluttum.
 
Helgi er búinn að vinna mikið undanfarið og heldur puðið aðeins áfram hjá honum... hann er á næturvakt á morgunn og svo aftur á vakt á fimmtudaginn.  En svo held ég að hann fái smá frí frá vöktum.  Hann hefur verið frekar óheppinn með vaktirnar síðan við fluttum... hann hefur þurft að vinna þrjár helgar í röð þannig að við sjáum hann ekkert allt of mikið!
 
Kristinn (sonur Sigurðar Yngva og Sunnu) á afmæli á morgunn þannig að við stefnum á afmælisveilsu í góðu veðri á morgunn.  Drengurinn verður sex ára og mun byrja í skóla í haust.  Þeir Fannar eru voða góðir vinir og gaman fyrir Fannar að geta hitt einhvern... sem er sérstaklega mikilvægt þegar hann kann ekki sænskuna og er ekki farinn að kynnast sænsku krökkunum.
 
Nú læt ég þetta gott heita í bili.  Helgi er að hengja upp myndir í stofunni og ég verð að leggja mitt að mörkum í þeim málum.  Kveð að sinni.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)