Nú er ég sko södd. Ég var nefnilega svooo dugleg áðan.... ég bjó til rabbarbaraböku eftir kvöldmatinn (og notaði auðvitað rabbarbarann úr garðinum) - og hún var æðislega góð með ís auðvitað. Ég er orðin svooo mikil húsmóðir!!!! Byrjuð að æfa mig fyrir afmælisveisluna hans Fannars.
Okkur tókst að kaupa okkur rúm í gær... jibííí. Við erum rosa ánægð og hlökkum til að fá það sem verður vonandi á föstudaginn. Okkur tókst reyndar líka að versla smá (!) í IKEA... keyptum kommóðu, geisladiskastand og lítinn bókaskáp. Nú erum við líka að verða sátt við húsgagnakaupin og getum líklega tekið okkur smá pásu.
Fannar fór í klippingu í dag. Yfirleitt er það nú kannski ekkert fréttnæmt nema að hann kom út úr hárgreiðslustofunni með blátt hár... hehe og ógeðslega ánægður. Hárgreiðslugaurinn spreyjaði s.s. bláu spreyi í toppinn á honum.... sem var náttúrulega greiddur upp í loft.... ohh hvað minn var mikill töffari. Svo var auðvitað myndataka þegar við komum heim og mun ég setja þær inn á myndasíðuna fljótlega.
Jæja "geisp", læt þetta gott heita í bili, góða nótt.
Ummæli